Shibori taulitun og saumanámskeið
Langar þig til að læra að lita fataefni? Shibori er skemmtileg aðferð til að lita efni og útkoman fer eftir því hvernig efnið er brotið. Þátttakendur sauma tösku sem skreytt er með Shibori litun.
Fyrir 12-16 ára
Kenndar verða nokkrar aðferðir í Shibori taulitun þar sem þátttakendur læra að brjóta efnið á sérstakan hátt og efnisprufur litaðar. Efnisprufurnar eru síðan notaðar til að skreyta handtösku sem þátttakendur sauma.
Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin saumavélar og áhöld á námskeiðið.
Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.
Tími:
13. júní | mánudagur | 09:00 – 12:00 |
14. júní | þriðjudagur | 09:00 – 12:00 |
15. júní | miðvikudagur | 09:00 – 12:00 |
16. júní | fimmtudagur | 09:00 – 12:00 |
Alls 12 klukutímar
Linda Húmdís Hafsteinsdóttir
Linda Húmdís er kjóla- og klæðskerameistari frá Tækniskólanum og starfar sem textílmenntakennari í grunnskóla. Einnig vinnur hún við búningasaum m.a. hjá Íslensku Óperunni og Borgarleikhúsinu.
Námskeiðsgjald: 22.000 kr.
Allt efni er innifalið í námskeiðsgjaldinu.
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]
Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.