fbpx
Menu

Tækniskóli unga fólksins – Shibori taulitun

Shibori taulitun og saumanámskeið

Langar þig til að læra að lita fataefni? Shibori er skemmtileg aðferð til að lita efni og útkoman fer eftir því hvernig efnið er brotið. Þátttakendur sauma tösku sem skreytt er með Shibori litun.

Námskeiðslýsing

Fyrir 12-16 ára

Kenndar verða nokkrar aðferðir í Shibori taulitun þar sem þátttakendur læra að brjóta efnið á sérstakan hátt og efnisprufur litaðar.  Efnisprufurnar eru síðan notaðar til að skreyta handtösku sem þátttakendur sauma.

Þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin saumavélar og áhöld á námskeiðið.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

Tími:

mánudagur 09:00 – 12:00
þriðjudagur 09:00 – 12:00
miðvikudagur 09:00 – 12:00
fimmtudagur 09:00 – 12:00
föstudagur 09:00 – 12:00

Alls 15 klukutímar

Linda Húmdís Hafsteinsdóttir
Linda Húmdís er kjóla- og klæðskerameistari frá Tækniskólanum og starfar sem textílmenntakennari í grunnskóla. Einnig vinnur hún við búningasaum m.a. hjá Íslensku Óperunni og Borgarleikhúsinu.

Námskeiðsgjald:

Allt efni er innifalið í nám­skeiðsgjaldinu.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara  (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Til að fá skír­teini að loknu nám­skeiði þurfa þátt­tak­endur að vera með lág­mark 80% mæt­ingu.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.