Tækniskóli unga fólksins – Tölvuleikjagerð
Tölvuleikjagerð
Langar þig til að læra að búa til þrautatölvuleik í forritinu Unreal Engine með
blueprints forritun?

Tölvuleikjagerð
Langar þig til að læra að búa til þrautatölvuleik í forritinu Unreal Engine með
blueprints forritun?
Á námskeiðinu er farið í gegnum grunn í tölvuleikjagerð. Kennt verður á forritið Unreal Engine sem er frítt tölvuleikjaforrit og hefur verið mikið notað í tölvuleikjaiðnaðnum nýlega. Forritið er þægilegt í notkun og kennir forritun með aðferð sem kallast blueprints, sem er mjög skiljanlegt forritunarmál og auðveldara að tileinka sér en önnur forritunarmál.
Markmið námskeiðsins er að búa til lítinn þrautatölvuleik.
Bára Viðarsdóttir
10
Fyrir 12-16 ára
Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans
Tími:
mánudagur | 09:00 – 12:00 | |
þriðjudagur | 09:00 – 12:00 | |
miðvikudagur | 09:00 – 12:00 | |
fimmtudagur | 09:00 – 12:00 | |
föstudagur | 09:00 – 12:00 |
Alls 15 klukutímar
Bára Viðarsdóttir.
Bára útskrifaðist árið 2018 úr FabAcademy sem er nám í tölvuhönnun og framleiðslu.
Árið 2021 útskrifaðist hún úr Margmiðlunarskólanum. Hún stundar nú nám við kvikmyndatækni í Arts University Bournemouth og útskrifast þaðan í sumar.
Námskeiðsgjald:
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]
Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans
Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.