fbpx
Menu

Sumarnám

Grunnteikning seinni áfangi

Þrír megin þættir kenndir: flatarteikning, fallmyndun og yfirborðsútflatninga og fríhendisteikningu.
Áfanginn er kenndur tvisvar í viku í 4 vikur 3-4 tíma í senn.
Hægt er að taka fyrri og seinni áfangana saman.

Innritun lokið fyrir sumarnám 2020.

Kennarar: Jón Eiríkur Guðmundsson, Lóa Katrín Biering
Verð: 3.000 kr.
Einingar: 4
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 08. June 2020 - 03. July 2020

General description

Áfangalýsing

Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur öðlist áframhaldandi almenna þekkingu og þjálfun í teiknifræðum. Áfanginn skiptist í þrjá meginþætti: Flatarteikningu, fallmyndun og yfirborðsútflatninga og fríhendisteikningu. Í áfanganum er gert ráð fyrir að nemendur öðlist frekari færni í meðferð og notkun mæli- og teikniáhalda, myndrænni vinnu með viðfangsefni starfsgreina, þjálfist í lestri og gerð vinnuteikninga, fríhendis rissteikninga, gerð flatarmynda og útflatninga. Áfanginn er undirbúningur fyrir fagbundið nám í teiknifræðum.

Stundatafla

Grunnteikning 2
Grunnteikning 2

Ath. að stundataflan getur breyst aðeins á milli vikna.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.