fbpx
Menu

Sumarnám

Húsasmíði / húsgagnasmíði

Tveir áfangar sem þarf að taka saman og eru fyrstu verklegu áfangar í húsasmíði og húsgagnasmíði.
Kennt er í 6 tíma á dag alla daga vikunnar í fjórar vikur.

Innritun lokið fyrir sumarnám 2020.

Kennarar: Hugrún Inga Ingimundardóttir, Guðmundur Helgi Helgason, Júlíus Már Þorkelsson, Sigríður Óladóttir
Verð: 3.000 kr.
Einingar: 14
Forkröfur: 20 ára eða eldri
Dagsetning: 08. June 2020 - 03. July 2020

General description

Áfangalýsing

Áfangarnir eru kenndir í 6 tíma á dag alla daga vikunnar í fjórar vikur. Þetta eru tveir áfangar sem þurfa að takast saman og eru fyrstu verklegu áfangar í tréiðngreinum sbr. uppsetningu  húsasmíðabrautar og húsgagnabrautar   – Véltrésmíði TRÉS1GN07AB / TRÉS1GN07BB

Í áföngunum eru kennd grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni í notkun hand- og rafmagnshandverkfæra og trésamsetninga. Haldið er áfram umfjöllun um efnisfræði tréiðna þar sem ítarlegar er farið í ýmsa eðliseiginleika viðar, flokkun, merkingar og þurrkun. Tekið er fyrir val og umhirða á verkfærum s.s. stillingar og brýnsla. Nemendur læra að nota hefilbekki og stilla með áherslu á góða vinnuaðstöðu. Kennslan byggir að hluta á fyrirlestrum þar sem kennari útskýrir grunnatriði fyrir nemendum en stærsti hlutinn eru fjölbreytileg smíðaverkefni sem byggja á markmiðum áfangans. Fjallað er um algengustu lofthandverkfæri sem notuð eru í tré‐ og byggingaiðnaði, meðferð þeirra og viðhald. Kynntar eru mismunandi loftpressur. Kennsla í áfanganum byggir á innlögnum frá kennara þar sem hann útskýrir grunnatriði fyrir nemendum.

Stundatafla

trésmíði

Ath. að stundataflan getur breyst aðeins á milli vikna.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.