fbpx
Menu

Sumarnám

Kvikmyndatækni

Áfangi fyrir þá sem vilja skerpa á færni sinni í kvikmyndagerð - kynningaráfangi í stuttmyndagerð. Nemendur sjá um allt sjálfir, þ.e. gera handrit, tökuplan, leika, leikstýra, gera leikmynd, finna til alla leikmuni, lýsa, taka upp mynd og hljóð á setti, klippa, gera músík, hljóðsetja og litaleiðrétta.

Innritun lokið fyrir sumarnám 2020.

Verð: 3.000 kr.
Einingar: 10
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 08. June 2020 - 20. July 2020

General description

Áfangalýsing

Tímar: 120 í 6 vikur – heimavinna allt að 80 tímar

Í áfanganum læra nemendur um kvikmyndatöku, helstu atriði kvikmyndatökuvéla, lýsingu og vinnslumöguleika. Einnig læra nemendur um hljóðupptöku, helstu hljóðnema og upptökutæki tengt kvikmyndum.

Í framhaldi verður farið í hljóðvinnslu en einnig klippingu og eftirvinnslu kvikmynda. Nemendur vinna saman og gera stuttmyndir, skipta með sér verkum með upptöku á hljóði og mynd,  klippa, hljóðsetja og eftirvinna fyrir útsendingu.

Stundatafla

Ath. Birt með fyrir um að stundataflan getur breyst aðeins á milli vikna.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.