fbpx
Menu

Sumarnám

Ljósmyndun og myndvinnsla

Ljósmyndun og stafræn myndvinnsla - nemendur læra að beita myndavélinni og undirstöðuatriði í myndvinnslu. M.a. farið í lagfæringar og breytingar á myndum.

Innritun lokið fyrir sumarnám 2020.

Kennari: Sigrún Sæmundsdóttir
Verð: 3.000 kr.
Einingar: 10
Forkröfur: Almenn tölvukunnátta
Dagsetning: 08. June 2020 - 03. July 2020

General description

Áfangalýsing

Í áfanganum læra nemendur að beita myndavélinni með því að taka myndir við margvíslegar aðstæður, læra á helstu stillingar stafrænu myndavélarinnar, og áhrifamátt skapandi myndbyggingar. Einnig verða kennd  undirstöðuatriði í myndvinnslu, helstu verkfæri kynnt svo og skipanir. Farið í lagfæringar og breytingar á myndum, vistun og frágang mynda fyrir birtingu í vef- og prentmiðlum. Unnið er með mismunandi myndsnið, litaprófíla og upplausn mynda. Í lok námsins eiga nemendur að vera færir um að hafa stjórn á myndavélinni og geta beitt henni á skapandi hátt við ljósmyndun og hafa grunnþekkingu á myndvinnsluforritum.

Nauðsyn­legt er að nem­andinn hafi til umráða far­tölvu og / eða borðtölvu því hluti námsins verður í fjarnámi.

Stundatafla

Ath. birt með fyr­ir­vara um að stundataflan getur breyst aðeins á milli vikna.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.