fbpx
Menu

Sumarnám

Raftæknikynning

Kynningaráfangi í raftækni kenndur í Tækniskólanum í Hafnarfirði. M.a. skoðaðar lagnir á heimilum, rökrásir, örgjörvastýringar og glímt við forritun á einföldum örgjörva.
Rafmagnsfræði verður kynnt og einfaldar rafeindarásir.

Innritun lokið fyrir sumarnám 2020.

Kennarar: Margrét Halldóra Arnarsdóttir, Guðrún Ýrr Tómasdóttir, Sigríður Árný Júlíusdóttir
Verð: 3.000 kr.
Einingar: 5
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 08. June 2020 - 02. July 2020

General description

Áfangalýsing

Heiti: RAFT1GA05AR – Raftæknikynning

Nemendur fá innsýn inn í hvernig rafmagn er virkjað og notað. Farið er í öryggismál, hættur sem geta skapast í umgengni við rafmagn og varúðarráðstafanir.

Skoðaðar eru lagnir á heimilum, töflur, tenglar og rofar og gerðar æfingar í einföldum lögnum.
Farið verður í rökrásir, örgjörvastýringar og glímt við forritun á einföldum örgjörva.
Rafmagnsfræði verður kynnt og einfaldar rafeindarásir lóðaðar.
Nemendur fá heimavinnu í formi verkefna og lesturs til að dýpka skilning á eðli þessara þátta.

Stundatafla

Ath. að stundataflan getur breyst aðeins á milli vikna.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.