„Ég kom inn í námið með miklar væntingar og get ekki sagt annað en að þær hafa algjörlega staðist. Það er greinilega mikill metnaður af hálfu stjórnenda og kennara og áhuginn hjá bekknum var alltaf mikill. Hópurinn var frábær, kennslan skemmtileg og ég var spennt að mæta í skólann á hverjum degi!“
„Hef ávallt haft einhvern áhuga á vefþróun en aldrei fundið nám sem hentaði mér eða var nógu heillandi, þar til ég fann Vefskólann. Kennararnir eru ótrúlega hjálpsamir, klárir og hvetjandi og að læra um alla króka og kima vefgeirans er einstaklega skemmtilegt og krefjandi. Þetta nám hefur sannarlega borgað sig.“
„Eftir þetta nám við Upplýsingatækniskólann, margfaldaðist reynslan mín og vitneskja þannig ég leyfði mér að trúa að ég gæti unnið við það sem mér finnst skemmtilegt. Yndislegir kennarar, skemmtilegur nemendahópur og fjölbreytt verkefni gerðu mig mjög tilbúinn að takast á við áskoranir og verkefni í faginu. Eins græddi ég fullt af tengingum og sambönd sem ég held upp á enn í dag.“