Hér er kynnt samstarf skólans við skóla í Noregi, Svíþjóð og Ítalíu í verkefni við að skoða radonmengun í húsum. Radon er lyktarlaust geislavirkt gas og nemendur Tækniskólans hafa gert mörg myndbönd tengd verkefninu.
Útskriftarsýning var haldin rafrænt vegna samkomubanns og hér er hægt að komast inn á sýninguna og sjá glæsileg verkefni nemendanna.
Veglegt og flott sameiginlegt tímarit allra útskriftarnemenda vorið 2020.
Nemendur vinna að sjálfstæðum verkefnum en einnig sameiginlegum verkum sem allt má skoða í nýútkominni bók.
„Ég finn það vel í háskólanáminu hversu gott það er að hafa lært grafíska miðlun. Margir í mínu námi höfðu engan grunn né þekkingu áður en þau komu í háskólanám en þetta hefur hjálpað helling. Mér finnst líka mjög mikilvægt að við höfum fengið að læra um prentiðnaðinn vegna þess að hann skiptir alveg jafn miklu máli og hönnunarferlið.“
„Námið í grafískri miðlun var frábært og því að þakka að ég kynntist forritun og vefsíðugerð. Hönnun, letur, myndvinnsla, textavinna, grunnur í HTML og CSS og margt fleira er allt sem ég nota daglega og kemur frá grafískri miðlun. Þessi tvö nám tvinna rosalega vel saman og ég hefði aldrei viljað sleppa því að fara í grafíska miðlun þrátt fyrir að ég einbeiti mér núna meira af vefnum en ekki prenti.“
„Hef ávallt haft einhvern áhuga á vefþróun en aldrei fundið nám sem hentaði mér eða var nógu heillandi, þar til ég fann Vefskólann. Kennararnir eru ótrúlega hjálpsamir, klárir og hvetjandi og að læra um alla króka og kima vefgeirans er einstaklega skemmtilegt og krefjandi. Þetta nám hefur sannarlega borgað sig.“