H-drif
ATH: Þessar leiðbeiningar eiga aðeins við starfsmenn þar sem tenging við skólakerfi að heiman er aðeins hægt fyrir starfsmenn. Ef nemendur þurfa að komast í H-drif þá mælum við með að nota sýndarvélar skólans eða FTP kerfinu. Leiðbeiningar fyrir FTP kerfið eru hér.
1. Sækja SonicWall
Byrjum á að sækja SonicWall NetExtender uppsetningarskránna hér: Uppsetning
Uppsetningarskráin kemur í .zip skrá og þarf því að afþjappa henni til að hægt sé að hefja uppsetningu. Ef þið eruð með WinRAR, 7zip eða eitthvað sambærilegt forrit á tölvunni ykkar þá getið þið notað það til að afþjappa skránni og keyra hana síðan eftir það. Annars er Windows með það innbyggt að opna .zip skrár beint eins og möppur og getið þið þá afþjappað í gegnum það.
Þegar glugginn síðan opnast skulið þið smella beint á Next.
2. Samþykkja skilmála
Næst vill NetExtender að við samþykkjum skilmála við notkun forritsins. Smellið á “I Agree” og Next til að halda áfram.
3. Staðsetning forrits
Næst er að tilgreina hvert þið setjið upp forritið á tölvunni. Skiljum þetta eftir eins og er og smellum á Next til að halda áfram.
4. Shortcut
Hér getið þið ráðið hvort að þið viljið fá shortcut að forritinu á Desktop og í Start menu. Ef þið viljið ekki eitthvað af þessu, afhakið það þá, en annars smellið bara á Next til að halda áfram.
5. Windows viðvörun
Lokaviðvörunin kemur frá Windows. Viðvörunin er einfaldlega að biðja ykkur um að samþykkja forrit frá SonicWall í framtíðinni. Smellið á Install og forritið mun klára uppsetningu sjálft þaðan.
6. Stilling tengingar
Þegar uppsetningu er lokið getið þið opnað forritið. Þar munu koma upp nokkrir textagluggar sem þið þurfið að fylla inn í með eftirfarandi upplýsingum:
–Server: fw01.tskoli.is
–Username: Notandanafn sem þið notið í tölvur skólans
–Password: Lykilorðið sem þið notið í tölvur skólans
–Domain: 2t.local
Smellið síðan bara á connect og, svo lengi sem þið eruð ekki á neti skólans nú þegar, þá mun tölvan tengjast því og getið þið þá notað Remote Desktop Connection til að tengjast tölvu ykkar innan skólans eða tengst beint við H-drifið ykkar.
7. Setja upp möppur
Opnið möppu og farið í This PC í valmyndinni vinstra megin. Smellið síðan á Computer efst í glugganum og þar á Map network drive. Lítill gluggi mun koma upp sem þarf að fylla út. Veljið staf fyrir drifið (H fyrir H-drifið, K fyrir K-drifið, o.s.frv.) og inni í Folder skrifið síðan slóðina á drifið sjálft.
–Heimadrifið: \\skra\staff-home$\upphafsstafir
–Kennaradrifið: \\skra\kennarar$
Smellið siðan bara á Finish og þá hafið þið aðgang að því drifi. Ef þið þurfið síðan aðgang að öðru drifi getið þið endurtekið ferlið fyrir það drif.