Tækniskólaskýið – Mac
ATH: Til að geta skráð sig inn á tölvur skólans og Tækniskólaskýið þarf að vera með notendanafn og lykilorð. (Gleymt lykilorð, sjá https://lykilord.tskoli.is/)
1. Sækja Microsoft Remote
Við viljum byrja á því að fara í App Store. Leitum þar að “microsoft remote”. Fyrsta appið sem kemur upp er “Microsoft Remote Desktop” og er það forritið sem við þurfum að sækja. Smellið á “Get” inná síðunni fyrir appið og síðan “Install app”.
ATH: Hér gæti verið að tölvan biðji um notandanafn og lykilorð, skráið ykkur þá inn með auðkenningu á tölvuna sjálfa.
Eftir uppsetningu getið þið farið í Launchpad og fundið appið þar ef uppsetning hefur tekist rétt.
2. Bæta við sýndarvélum Tækniskólans
Opnið Microsoft Remote appið og smellið á + táknið sem er efst í glugganum. Veljið “Add Workspace” og skrifið þar inn vdi.tskoli.is
3. Innskráning
Þar sem stendur “User Account” smellið á það og veljið “Add User Account…”. Fyllið síðan út í það með eftirfarandi upplýsingum:
-Username: 2t\notandanafn ykkar/kennitala nemanda
-Password: lykilorð ykkar inná tölvukerfi skólans
-Friendly name: Getið stillt nafn fyrir tenginguna, þurfið ekki að gera það
4. Tengjast sýndarforriti
Eftir að þið smellið á Add takkann þá mun forritið skrá sig inn á þjóninn fyrir Tækniskólaskýið og gefa upp lista af þeim sýndarforritum sem eru í boði. Þið þurfið síðan ekki að skrá ykkur inn aftur, farið bara í “Feeds” flipann þegar að þið opnið appið og veljið sýndarforritið sem þið viljið opna.