Þráðlaust net
Tækniskólinn býður upp á þráðlaust net sem allir geta tengst þegar að þau eru innan húsa hjá okkur.
Einnig hafa starfsmenn með fartölvur möguleika á að fá aðgang að lokuðu neti hjá skólanum til að tengjast H: og K: drifum í skólanum. Hægt er að fá aðgang með því að mæta með fartölvuna til tölvudeildarinnar á Skólavörðuholti, Háteigsvegi eða Hafnarfirði.
Opið net Tækniskólans
Allir nemendur og gestir skólans hafa aðgang að opnu neti hjá skólanum. Hér að neðan koma leiðbeiningar til að tengjast opna netinu miðað við hvaða tæki þið eruð með.
Windows
Byrjið á að smella á merki þráðlausa nets í neðra hægra horni skjásins
Síðan veljið þið Taekniskolinn af listanum sem kemur upp og smellið á Connect.
Mac
Fyrst þarf að opna internet stillingar með því að smella á merki þess í efra hægra horni skjásins
Þar næst veljið þið síðan Taekniskolinn af listanum sem kemur upp þar.
Android
Byrjið á að draga niður frá toppi skjásins til að fá upp flýtileiðir að stillingum. Haldið þar inni merkinu fyrir þráðlausa netið eins og myndin sýnir þar til stillingar opnast.
Á listanum sem kemur þar upp veljið þið síðan Taekniskolinn til að tengjast opna netinu
iOS
Farið í stillingar á símanum og þar inn í Wi-Fi stillingar.
Þegar að þar er komið inn veljið þið síðan Taekniskolinn á listanum til að tengjast opna netinu.
Ef þið lendið í einhverjum vandræðum í þessu ferli þá skulið þið endilega hafa samband í tölvupósti, síma eða kíkja við hjá okkur á skrifstofum okkar í Skólavörðuholti, Háteigsvegi eða Hafnarfirði.