VPN – Mac
Áður en þið byrjið: Þessar leiðbeiningar eru fyrir starfsmenn sem eru með borðtölvur innan skólans. Ef þið eruð á annarri tölvu innan skólans eða á fartölvu sem er tengd þráðlausu neti skólans mun ekki vera þörf á SonicWall og mun forritið einnig ekki geta tengst þar sem tölvan er nú þegar tengd kerfi skólans. Passið einnig uppá að þegar að þið farið frá tölvunni ykkar í skólanum að hún sé í gangi og nettengd. Ef hún fær ekki netsamband, þrátt fyrir endurræsingu, endilega hafið samband við tölvuþjónustu til að fá aðstoð við að koma henni aftur í netsamband.
Athugið að þessar leiðbeiningar eiga aðeins við fyrir starfsmenn. Nemendur, fyrir utan ákveðna hópa, hafa ekki aðgang til að nýta sér SonicWall til að tengjast heimadrifum eða tengjast tölvum skólans. Fyrir nemendur sem þurfa aðgang að H-drifi að heiman mælum við með sýndarvél eða FTP tengingu við heimadrif
1. Leit
Byrjum á að opna App Store og leitum að SonicWall. Sú leit mun gefa okkur eina niðurstöðu, “SonicWALL Mobile Connect” appið sem við viljum sækja.
2. Uppsetning
Veljið SonicWALL Mobile Connect og smellið á Get takkann. Eftir smá stund mun sá takki síðan breytast í “Install App”. Smellið á hann og þá mun forritið klára uppsetninguna sjálft.
ATH: Það fer eftir stillingum á tölvunni en það gæti þurft að stimpla inn lykilorðið inná tölvuna. Ef sá gluggi kemur upp setjið þá bara inn lykilorðið að tölvunni ykkar og haldið áfram.
3. Skrá inn
Farið í Launchpad og opnið SonicWALL Mobile Connect og smellið á “Add Connection”. Lítill gluggi mun koma upp sem biður um nafn á tenginguna og serverinn sem þið viljið tengjast. Name getur verið hvað sem þið viljið, server þarf að vera “fw01.tskoli.is” án gæsalappanna.
Smellið á next og þá mun glugginn stækka. Þá á bara eftir að fylla út í restina af svæðunum sem bættust við. Username er kennitala fyrir nemendur, upphafsstafir fyrir starfsmenn. Password er sama lykilorð og þið notið á Innuna eða tölvur skólans og Domain á að vera 2t.local
4. Microsoft Remote
Farið aftur í App Store og leitið að Microsoft Remote. Fyrsta niðurstaðan sem kemur upp á þá að vera Microsoft Remote Desktop. Veljið það og farið í gegnum sömu uppsetningu frá App Store og þið gerðuð með SonicWall Mobile Connect.
5. Setja upp tengingu
Í Microsoft Remote Desktop 10 skulið þið smella á + takkan efst í glugganum. Þar inni þarf að fylla inn í eftirfarandi valmöguleika:
-PC Name: Nafn tölvunnar
-User Account: Tveir valmöguleikar hér:
-Ask me every time: Biður um notandanafn og lykilorð í hvert skipti
-User Account: Gefur upp glugga til að setja inn notandanafn og lykilorð til að nota í hvert skipti
-Friendly Name: Hægt að stilla nafn fyrir tenginguna, þarf ekki að gera það.
6. Viðvörun
Lokaviðvörun kemur varðandi “certificate” á tengingunni. Smellið á Continue og þá muntu tengjast tölvunni þinni innan skólans.