fbpx
Menu

Nemendur

Stuttmynd
– Hópverkefni

Helena Ýr Stefánsdóttir, Karen Ýr Sigurbjörnsdóttir, Marín Jónsdóttir og Valgerður Jóhannesdóttir unnu saman stuttmyndina Hin Hliðin.
„Áhugamál innan hópsins eru afar ólík en á einn hátt eða annan tengjast þau öll kvikmyndagerð. Óvíst er hvað sumar okkar vilja gera í framtíðinni en víst er að það liggur á listarsviðinu.“

Hin Hliðin

Stuttmyndin er lokaafurð lokaverkefnis á fyrsta ári í K2 og mátti hún vera um allt milli himins og jarðar.

„Hugmyndin að sögunni kom til einnar okkur upp úr þurru; sagan hafði enga merkingu í byrjun en þegar söguþráðurinn myndaðist betur kom tilgangur og bara ansi góð saga. Við vildum segja frá hinni hliðinni, þ.e.a.s. hliðinni sem enginn heyrir frá. Fólk getur þurft að gera ýmislegt til að lifa af og þó að manneskja geri eitthvað slæmt þýðir það ekki endilega að manneskjan sjálf sé slæm. Þetta er sagan og boðskapurinn sem við vildum koma á framfæri. Verkefnið var skemmtilegt tækifæri til að segja góða sögu.“

 

Verkefni frá nemendum

Drauma starfsnámið í skosku hálöndunum

Starfsnám

Telma Dögg Björnsdóttir, nem­andi í Hand­verks­skól­anum, er stödd í skosku hálöndunum þar sem hún er í starfs­námi hjá Campbells's of Beauly.

Starfsnám í Skotlandi

Starfsnám

Hafrún Harðardóttir, nemandi í Handverksskólanum, er um þessar mundir í spennandi starfsnámi hjá Blues and Browns í Perth, Skotlandi.

Askur – tímarit útskriftarnema
í grafískri miðlun

Askur

Tímaritið Askur er komið út bæði rafrænt og í prentaðri útgáfu. Askur er lokaverkefni nemenda í grafískri miðlun.
Nemendur unnu efni tímaritsins að hluta í Erasmus námsferð sem hópurinn fór í til Danmerkur síðastliðinn febrúar.

Myndasaga – íslenskuverkefni

Goðaginning

Ásþór Björnsson og Hannes Árni Hannesson.
„Við höfum unnið mikið saman í allskyns verkefnum á K2, og erum gott teymi. Við vinnum báðir við að kenna krökkum forritun og höfum brennandi áhuga á forritun, sem við fáum mikið tækifæri til að eltast við innan K2.“