is
Menu

Breakout rooms í Teams

19. January 2021

Brea­kout rooms í Teams

Hægt er að búa til brea­kout rooms í Microsoft Teams til að bjóða nem­endum uppá vett­vang fyrir hóp­vinnu. Til þess að búa til þessi brea­kout room er smellt á eft­ir­far­andi merki inni í fundi á Teams

Næst opnast gluggi þar sem hægt er að stilla inn fjölda her­bergja og hvernig þið viljið setja nem­endur í hópa. Hægt er að láta Teams sjá um að skipta upp nem­endum í hópa eða gera það sjálf.

Hægt er að búa til allt að 50 brea­kout rooms í Teams.

Þegar að her­bergin eru komin í gang og nem­endur farnir að nota þau geta nem­endur síðan náð athygli kennara með því að senda skilaboð beint á hann á Teams og getur þá kenn­arinn hægris­mellt á það her­bergi sem nem­andinn er í og valið Join Room til að koma inn og aðstoða. Einnig getur kennari þar end­ur­skírt her­bergin, opnað og lokað þeim og einnig eytt þeim.