fbpx
Menu

Course

Hásetafræðsla

Markmið með námskeiðinu er að nemendur öðlist fræðslu og þjálfun til að uppfylla sett lágmarksskilyrði til útgáfu skírteinis til varðstöðu í brú á stoðsviði, sbr. staðall STCW-A, II/4.

Leiðbeinendur: Vilbergur Magni Óskarsson, Björgvin Steinsson, Magnús Guðjónsson
Hámarksfjöldi: 11
Forkröfur: Æskilegt er að umsækjendur hafi verið á sjó í einhvern tíma til að námskeiðið nýtist þeim. Þátttakendur mega ekki vera yngri en 16 ára.
Fyrirspurnir: [email protected]

Námskeiðslýsing

Efnisþættir: Áttavitinn, stýrisskipanir, sjálfstýring/handstýring, siglingareglur, neyðarmerki, sjómerki, viðvörunarkerfi og neyðarbaujur, vaktreglur og vaktaskipti, grundvallaratriði ratsjár og dýptarmælis.
Að hluta kennt í samlíkjum.

Að námskeiði loknu þurfa þátttakendur að sækja um atvinnuskírteini hjá Samgöngustofu, Ármúla 2, 108 Reykjavík.

Upplýsingar um útgáfu skírteinisins og hvaða gögn þurfa að fylgja eru hér.

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

Tími:

08:10 -12:40 og  13:10 – 17:35
08:10 – 12:40 og 13:10 –  19:45

Alls 18 klukkutímar

Vilbergur Magni Óskarsson, Björgvin Þór Steinsson og Magnús Guðjónsson  kennarar við Skipstjórnarskóla Tækniskólans.

Námskeiðsgjald:  kr.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald er ekki end­ur­greitt:
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 100% mætingu.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.