fbpx
Menu

Houdini

Houdini og effektar (FX)

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur notendaviðmóti og vinnuflæði forritsins Houdini frá SideFX með áherslu á að læra með því að gera.

Við munum byggja kerfi sem má meðal annars nota til að búa til margvíslegar plöntur en líka ýmsa aðra strúktúra.

Við munum skoða ýmis kon­sept innan effekta (FX), til dæmis attri­bútur, noise patt­erns, stærðardreif­ingu og ýmsar gagn­legar nóður, til dæmis Copy to Points nóðuna. Markmiðið er að fá góða til­finn­ingu fyrir vinnuflæði Houdini (þ.e. node based procedural work­flow).

Houdini

Námskeiðsgjald

42.000 kr.

Dagsetning

02. November 2024 - 03. November 2024

Fyrirspurnir

[email protected]

Námskeiðslýsing

FX er svið innan VFX og Animation sem tekur fyrir að skapa náttúruleg og eðlisfræðileg fyrirbæri. Innan þess geta fallið plöntur, landslag og hlutir í umhverfi okkar sem byggjast upp á mynstri eða endurtekningu. Innan sviðsins falla líka fyrirbæri sem eru framkölluð með hermunum, til dæmis vatn, reykur, eldur eða neistar. FX tekur fyrir eðlisfræðilega hreyfingu hluta, bæði mjúkra hluta sem geta afmyndast og harðra hluta sem halda formi sínu.

Auk þess að vera notað við gerð effekta er Houdini vinsælt tól við gerð hreyfigrafíkar (Motion Graphics).

  • Leiðbeinandi

    Svava Jóhannsdóttir

  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Almenn tölvuþekking.

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans

Nánari upplýsingar

Dagsetning Vikudagur Tímasetning
2. nóvember Laugardagur 10:00 - 15:00
3. nóvember Sunnudagur 10:00 - 15:00

Alls 10 klst.

Svava Jóhannsdóttir er effekta hönnuður (FX Artist og FX TD) og effekta kennari. Hún útskrifaðist frá Lost Boys School of Visual Effects árið 2015 og hefur starfað við gerð effekta fyrir kvikmyndir og teiknimyndir í Kanada, Englandi og Svíþjóð m.a. hjá fyrirtækjunum Dneg, Framestore og Mill Film.

Námskeiðsgjald: 42.000 kr.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]

Skráningargjald er ekki ekki endurgreitt.
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

 

 

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.