fbpx
Menu

Saumanámskeið – Byrjendur

Skráning opnar föstudaginn 5. janúar kl. 10:00.

Þátttakendum er kennt að tileinka sér grundvallaratriði í fatasaumi svo þeir geti unnið á saumavél og saumað flík að eigin vali.

Saumanámskeið

Námskeiðsgjald

57.500 kr.

Dagsetning

01. February 2024 - 14. March 2024

Fyrirspurnir

[email protected]

Námskeiðslýsing

Námskeiðslýsing:

 • Farið í grunnvinnu og unnið með ferilinn að búa til flík.
 • Farið yfir notkun og stillingar saumavélarinnar.
 • Að taka mál og færa inn á máltöflu.
 • Taka upp snið úr blöðum og aðlaga þau.
 • Efni og efnisnotkun, t.d. að leggja snið rétt á efni.
 • Saumför og sniðning.
 • Nýta sér upplýsingar um verkröðun og annað sem fylgir sniðunum
 • Þátttakendur sauma flík að eigin vali og er leiðbeint með val á efnum.
 • Leiðbeinandi

  Bryndís Böðvarsdóttir

 • Hámarksfjöldi

  8

 • Forkröfur

  Engar

 • Fréttabréf

  Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans.

Nánari upplýsingar

Tími:

1. febrúar fimmtudagur 18:00 – 20:30
8. febrúar fimmtudagur 18:00 – 20:30
15. febrúar fimmtudagur 18:00 – 20:30
22. febrúar fimmtudagur 18:00 – 20:30
29. febrúar fimmtudagur 18:00 – 20:30
7. mars fimmtudagur 18:00 – 20:30
14. mars fimmtudagur 18:00 – 20:30

Alls 17,5 klukkutímar

Byndís Böðvarsdóttir, kennari í fataiðn.

Námskeiðsgjald: 57.500 kr.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald er ekki end­ur­greitt:
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

FAQ

FAQ

Á ég að koma með eigin saumavél?

Já þátttakendur eru hvattir til að koma með eigin saumavéla. Það er möguleiki á að fá lánaða saumavél í skólanum en þá þarf að hafa samband við [email protected]

Hvað þarf ég að koma með á námskeiðið?

Þátttakendur komi með í fyrsta tíma sníðapappír, blýanta, strokleður og glósubók.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

 • This field is for validation purposes and should be left unchanged.