Verklegar lotur eru fjórar og er skyldumæting í þær allar til að ljúka námskeiðinu. Haft verður samband við þátttakendur og geta þeir þá valið á milli þeirra hópa sem verða í boði fyrir hverja lotu*.
Fyrsta lotan verður í siglingatækjum í október/nóvember, 2 dagar. Hægt er að velja á milli eftirfarandi dagsetninga fyrir fyrstu lotuna (hámark 12 manns í hvern hóp)*:
- 25. – 26. október
- 1. – 2. nóvember
- 8. – 9. nóvember
Hinar loturnar verða auglýstar síðar, þær verð á vorönn. Einnig verður staðpróf í janúar.
*Það fer eftir fjölda þátttakanda hversu margir hópar verða í boði fyrir hverja lotu.
Námskeiðið samsvarar 18 eininga námi í framhaldsskóla (rúmlega hálfri önn). Því má gera ráð fyrir að um 330-430 klst fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur (og eitthvað styttri fyrir eldri nemendur).
Lotur verða fjórar og er skyldumæting í þær allar til að ljúka námskeiðinu.
Einnig verður eitt staðpróf.
Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.
Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]
Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.
Gjaldskrá Endurmenntunarskólans
Til að fá prófskírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að standast alla þætti námskeiðsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun.
Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.
Nemendur þurfa að útvega sér eftirfarandi gögn og m.a. hafa með sér í próf og verklega lotu:
- Sjókort númer 31 og 365.
- Samsíðung eða siglingafræði-gráðuhorn.
- Reglustriku, sirkil og almenn ritföng.
- Reiknivél.
- Fartölvu (eða spjaldtölvu) til að geta unnið á kennsluvef (Innu).
Sérhæfð námsgögn fást hjá IÐNÚ bókaútgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík.