fbpx
Menu

Course

Trésmíði – Handavinna

Kennd eru vinnubrögð með handverkfæri og litlar trésmíðavélar.
Farið verður í samsetningar, pússningu og samlímingar.
Athugið að eingöngu eru notuð handverkfæri og litlar vélar.

Leiðbeinandi: Hugrún Inga Ingimundardóttir
Námskeiðsgjald: 70.500 kr.
Hámarksfjöldi: 9
Forkröfur: Engar
Dagsetning: 25. October 2022 - 09. November 2022
Fyrirspurnir: [email protected]

Námskeiðslýsing

Á námskeiðinu eru kennd fyrstu grunnatriði trésmíða með áherslu á færni í notkun handverkfæra og lítilla trésmíðavéla, farið er í aðferðir trésamsetninga eins og geirneglingu og töppun.

Farið er yfir umhirðu á verkfærum eins og brýnslu sporjárna og stillingu handhefla
Þátttakendur læra að nota hefilbekki með áherslu á góða vinnuaðstöðu.

Kennslan byggir að hluta á stuttum fyrirlestrum þar sem kennari útskýrir grunnatriði fyrir þátttakendum en stærsti hlutinn er smíðaverkefnið sem er verkfæra/sauma/flöskukassi  (fer eftir hvað hver og einn ákveður).

Smelltu hér til að skrá þig á póstlistann og fá reglulegar fréttir af námskeiðum okkar.

Nánari upplýsingar

Tími:

25. október þriðjudagur 18:00 – 21:20
26. október miðvikudagur 18:00 – 21:20
1. nóvember þriðjudagur 18:00 – 21:20
2. nóvember miðvikudagur 18:00 – 21:20
8. nóvember þriðjudagur 18:00 – 21:20
9. nóvember miðvikudagur 18:00 – 21:20

Alls 20 klukkutímar

Hugrún Ingimundardóttir
Hugrún er  húsgagnasmíðameistari og kennari við Byggingatækniskóla Tækniskólans.

 

 

 

Námskeiðsgjald: 70.500 kr.
Efni: Innifalið efni í smíðaverkefni.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

 

Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]

Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Til að fá skírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að vera með lágmark 80% mætingu.

Course

Related courses

Námskeið/12. - 26. september 2022

Húsgagnaviðgerðir

Kennslan er kynning og sýnikennsla á þeim fjölmörgu efnum og aðferðum sem notuð eru til viðgerða á gömlum húsgögnum. Þátttakendur taki með sér minni hluti eins og stól, náttborð eða innskotsborð til að vinna með.

Leiðbeinandi: Hallgrímur G Magnússon

FAQ

FAQ

Fæ ég skírteini í lok námskeiðs?

Já skírteini verða send í pósti að loknu námskeiði.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.