Menu

Tækniskóli unga fólksins – Náttúran og listir

Sköpun í náttúrunni – listaverk sem lifa í landslaginu

Á þessu námskeiði vinnum við með náttúruna sem efnivið og innblástur. Nemendur fá að skapa með óhefðbundnum aðferðum og verkfærum, bæði inni og úti, og kynnast möguleikum „land art“ listsköpunar, þar sem listaverkin verða hluti af umhverfinu.

Náttúran og listir

Námskeiðsgjald

29.000 kr.

Dagsetning

23. June 2025 - 27. June 2025

Fyrirspurnir

[email protected]

General description

Námskeiðslýsing

Verkefnin fela í sér myndlist, penslagerð, hugmyndavinnu og efnissköpun, bæði inni og úti.

Nemendur skapa sjálfir umgjörð, verkfæri og efni til listsköpunarinnar.

Unnið með náttúrulegan efnivið sem er safnað í göngu um náttúruna.

Við skoðum náttúrulist (land art) og búum til eigin verk, innblásin af Andy Goldsworthy.

Listaverk verða sett upp á opnum svæðum með það að markmiði að vekja forvitni vegfarenda.

Áhersla er lögð á fagurfræði, tilraunir, sköpunarfrelsi og að fá nýja sýn á náttúruna.

 

Hvað þarftu að hafa með?

  • Engin reynsla nauðsynleg, aðeins opinn hugur og löngun til að skapa

  • Klæddu þig eftir veðri, við verðum mikið úti í náttúrunni

 

 

Við ætlum að hafa gaman, virkja ímyndunaraflið, og muna að engin ein leið er rétt í sköpun og listum.

  • Leiðbeinandi

    Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir

  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Fyrir 13–16 ára

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans

Nánari upplýsingar

Dagsetning Vikudagur Tímasetning
23. júní Mánudagur 13:00 - 16:00
24. júní Þriðjudagur 13:00 - 16:00
25. júní Miðvikudagur 13:00 - 16:00
26. júní Fimmtudagur 13:00 - 16:00
27. júní Föstudagur 13:00 - 16:00

Alls 15 klst.

Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir

Guðrún er mikið náttúrubarn og hefur unnið mikið út frá náttúrunni í sinni vinnu. Hún útskrifaðist af blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans með áherslu á notkun náttúrunnar í skreytingar. Í Danmörku lærði Guðrún fatahönnun fyrir framleiðslufyrirtæki  og árið 2019 útskrifaðist hún sem grunnskóla kennari og listgreinakennari framhaldsskóla frá Listaháskóla Íslands og Leikskólakennari sama ár.

Námskeiðsgjald: 29.000 kr.

 

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara  (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.