Menu

Tækniskóli unga fólksins – Skuggaleikhús

Leikur með ljós og skugga, tjáning, sköpun og frásagnargleði

Á þessu skapandi námskeiði leikur þú þér með ljós, skugga og ímyndunarafl til að búa til þína eigin skuggasýningu! Við vinnum saman að því að skapa persónur, segja sögur og setja upp sýningu þar sem hugmyndaflugið fær að njóta sín.

Skuggaleikhús

Námskeiðsgjald

29.000 kr.

Dagsetning

23. June 2025 - 27. June 2025

Fyrirspurnir

[email protected]

General description

Námskeiðslýsing

Unnið er út frá ákveðnu þema og farið í gegnum allt ferlið: hugmyndavinnu, sögugerð, leikgerð, persónusköpun, leikmynd og sviðsetningu.

Ef veður leyfir förum við út í náttúruna, finnum efnivið og innblástur.

Við leggjum áherslu á tjáningu, samvinnu og að hafa gaman á leiðinni.

Skuggaleikhúsið verður sett upp í lok námskeiðs.

 

Hvað þarftu að hafa með?

  • Engin fyrri reynsla nauðsynleg, bara sköpunargleði og opinn hugur
  • Klæddu þig eftir veðri, það gæti verið skuggaleikur úti líka

 

Höfum gaman og látum ljós okkar skína!

 

  • Leiðbeinandi

    Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir

  • Hámarksfjöldi

    12

  • Forkröfur

    Fyrir 10–13 ára

  • Fréttabréf

    Skráðu þig á póstlista Endurmenntunarskólans

Nánari upplýsingar

Dagsetning Vikudagur Tímasetning
23. júní Mánudagur 09:00 - 12:00
24. júní Þriðjudagur 09:00 – 12:00
25. júní Miðvikudagur 09:00 – 12:00
26. júní Fimmtudagur 09:00 – 12:00
27. júní Föstudagur 09:00 - 12:00

Alls 15 klst.

Guðrún Ragnheiður Guðmundsdóttir

Guðrún er mikið náttúrubarn og hefur unnið mikið út frá náttúrunni í sinni vinnu. Hún útskrifaðist af blómaskreytingabraut Garðyrkjuskólans með áherslu á notkun náttúrunnar í skreytingar. Í Danmörku lærði Guðrún fatahönnun fyrir framleiðslufyrirtæki  og árið 2019 útskrifaðist hún sem grunnskóla kennari og listgreinakennari framhaldsskóla frá Listaháskóla Íslands og Leikskólakennari sama ár.

Námskeiðsgjald: 29.000 kr.

 

Gjald­fært er af greiðslu­kortum viku áður en nám­skeið hefst.

Nám­skeiðsgjöld eru óaft­ur­kræf nema for­föll séu til­kynnt með a.m.k. þriggja sóla­hringa fyr­ir­vara  (virkir dagar) á [email protected]

Skrán­ing­ar­gjald fæst ekki end­ur­greitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.