fbpx
is
Menu

Adobe – uppsetning á MAC

31. October 2019

Adobe – uppsetning á MAC

ATH: Áður en uppsetningarferlið er hafið þarf að passa að ekki séu eldri útgáfur af Adobe forritum á tölvunni. Ef eldri útgáfur eru til staðar þarf að fjarlægja þær fyrst með því að fylgja leiðbeiningunum hér.

1. Náðu í Adobe uppsetningar forritið

Smelltu hér til að sækja tólin sem þú þarft til að setja upp Adobe.
Hérna þarftu að skrá þig inn með Tækniskóla aðganginum þínum.

Innskráning á Microsoft portal
ATH : Ef þú veist ekki Tækniskóla aðganginn þinn þá skalt þú smella hér

Opnaðu “Adobe” skjalið, farðu í “MAC” og smelltu á “Download” takkann á “MAC ADOBE.zip”

Skref sem þarf að taka til að niðurhlaða Adobe fyrir MAC

2. Afþjappaðu möppuna

Byrjaðu á því að afþjappa möppuna “MAC ADOBE”. Í henni þarf líka að afþjappa möppuna “MAC_ADOBE”, það er gert með því að tvísmella á hana.

Hvernig á að afþjappa Adobe pakkan

3. Virkja uppsetningu á utanaðkomandi forritum

Til að geta sett upp utanaðkomandi forrit, eins og Adobe pakkann, þarf að gefa tölvunni leyfi. Best er að fara í System Preferences og þar undir í Security & Privacy.

Þegar að þar er komið þarf að smella á lásinn neðst í glugganum til að leyfa breytingar. Það þarf hér að stimpla inn lykilorðið að tölvunni. Að lokum hakið þið síðan við App Store and identified developers til að leyfa breytingar frá utanaðkomandi forritum.

4. Keyrðu uppsetninguna

Í “MAC_SELF_SERVICE” möppunni þarf að fara í “Build” og keyra svo “MAC_SELF_SERVICE_Install.pkg” forritið.
Sýning á hvernig á að keyra Adobe Uppsetninguna á MAC

ATH : Í Catalina stýrikerfinu hefur verið galli sem gerir að verkum að ekki er hægt að ýta á “Continue” takkann. Ef þú lendir í þessu þarf að endurræsa tölvuna og prófa að keyra skjalið aftur. Ef þú færð “installation failed” þarf mögulega að uppfæra stýrikerfið þitt.

5. Skráðu þig inn í Adobe Creative Cloud

Þegar uppsetningin klárast opnarðu “Adobe Creative Cloud” forritið. Í reitinn “email address” skrifarðu “tskoli.is” og smellir á “Continue” takkann, þá mun nýtt innskráningarviðmót opnast þar sem þarf að skrá þig inn með Tækniskóla aðganginum.Hvernig á að skrá sig inn i creative cloudInnskráning á Microsoft portal

6. Setja upp Adobe forrit

Í þessu viðmóti getur þú farið í “All Apps” og sótt öll þau Adobe forrit sem þú vilt hafa.

hvernig á að setja upp adobe forrit i creative cloud