fbpx
is
Menu

Autodesk – sækja og setja upp

10. September 2020

Autodesk – sækja og setja upp

Hér finnur þú leiðbeiningar sem sýna hvernig á að sækja Autodesk nemanda leyfi ásamt hvernig á að setja upp Autocad.

ATH : Áður en þú byrjar verður þú að geta skrá þig inn á Tækniskólanetfangið.

 

1. Stofna Autodesk aðgang

Byrjaðu á því að fara á Autodesk heimasíðuna og á henni þarf að smella á „SIGN IN“1-Sing-in-to-autodesk

Það þarf að ýta á „CREATE ACCOUNT“ á innskráningarviðmóti þá kemur annað viðmót þar þarf að gefa fullt nafn, netfang og lykilorð.
ATH : Það þarf að nota skólanetfangið ykkar.

2-How-to-create-autodesk-acc

2. Sækja skólavottorð

Til að fá nemendaleyfi hjá Autodesk þarf að senda skólavottorð.
Til að fá vottorð frá Tækniskólanum fyrir Autodesk þarf nemandi að fara inn á https://autodesk.tskoli.is/ og þar þarf nemandi að auðkenna sig með skólanetfanginu sínu og lykilorði. Eftir auðkenningu fær nemandi valkost á að niðurhlaða vottoriðið á tækið sitt eða fá það sent með tölvupósti.

 

hvernig á að sækja skólavottorð fyrir autodesk

3. Senda skólavottorð á Autodesk

Byrjaðu að fara á Autodesk nemandasíðuna. Ef þú ert ekki skráður inn þá þarftu að skrá þig inn.
Þegar þú hefur skráð þig inn, þá ætti að koma upp tilkynning sem segir að þú þarft ennþá að staðfesta að þú ert í skólanum. Ýttu á „GET STARTED“ takkann

5-get-started-autodesk

Næst opnast viðmót sem biður þig að staðfesta notandaupplýsingarnar þínar, eftir það kemur upp annað viðmót sem biður þig að setja inn vottorð. Hér þarf að senda skólavottorð sem þú fékkst frá “[email protected]” eða “[email protected]

6-upload-confirm-file-to-autodesk

Þú átt svo að fá póst frá Autodesk sem segir að þú er komin með nemandaleyfið. Athugið að það gæti tekið smá tíma fyrir staðfestingarpóstinn að koma.

4. Dæmi: setja upp Autocad

Byrjaðu að fara á Autodesk nemandasíðuna. Þar getur þú valið tólið sem þú vilt sækja með því að ýta á „Get Product“ takkann og þá ætti spjaldið að breytast og sýna „Install“ takka.

7-download-autodesk

Þegar pakkinn er komin á tölvuna það þarf að keyra hann. Þegar pakkinn er keyrður verður þú spurð/ur um leyfi og svo að endurræsa tölvuna.

8-accept-autocad-install

Eftir endurræsinguna ætti tölvan að opna forritið og halda áfram með uppsetninguna. Eina sem þarf að gera er ýta á “Install” og allt ætti klárast.
ATH: ef þetta gerist ekki þá þarf að keyra pakkann aftur.

autocad-installation

Þegar þú opnar forritið í fyrsta skiptið mun það biðja þig um að auðkenna forritið. Þá þarf að velja „Sign in with your Autodesk ID“. Ef þetta er ekki gert mun forritið sýna villu og svo lokast.

autocad-login