fbpx
is
Menu

Hreinsa skyndiminni í vafra

15. February 2022

Hreinsa skyndiminni í vafra

Þessar leiðbeiningar sýna þér hvernig á að hreinsa efni t.d. skjöl sem vefsiður hafa vistað í vafra.

Chrome

Byrjið á að ýta á þrjá punktana efst í hægra horni og finnið svo “More tools” valmöguleikann, ýtið á hann og svo ýtið á “Clear browsing data”

chrome opna tools

Hér kemur upp nýr gluggi og við þurfum að passa upp á að velja réttu valmöguleikana eins og sést hér á myndinni fyrir neðan og svo ýta á “Clear data”

hreinsa skyndiminni

Edge

Byrjið á að ýta á þrjá punktana efst í hægra horni og svo ýtið á “Settings”

edge opna settings

Næst þarf að velja “Privacy & security” og ýta á “Choose what to clear” takkann

edge opna hreinsun

hér þarf að passa mjög mikið að velja réttu valmöguleikana eins og sést á myndinni og svo ýta á “Clear”

edge hreinsa skyndiminni

FireFox

Byrjið á að ýta á þrjá punktana efst í hægra horni og ýtið svo á “Settings“

firefox opna stillingar

Næst þarf að velja “Privacy & security“, þú gætir þurft að scrolla örlítið niður þangað til þú sérð “Clear Data“ takkann undir “Cookies and Site Data“ kaflanum.

firefox opna clear cache

hér þarf að passa mjög mikið að velja réttu valmöguleikana eins og sést á myndinni og svo ýta á “Clear“

firefox hreinsa skyndiminni