Thunderbird
Þegar að þið opnið forritið þá eruð þið beðin um að setja upp mail account. Einnig er hægt að nálgast þetta ef þið hafið sett upp account áður með því að smella á línurnar þrjár sem eru í efra hægra horni gluggans, fara í Options, Account Settings, Account Actions neðst í glugganum og Add Mail Account.
Setjið inn nafnið ykkar í efsta gluggann, póstfang í miðjuna og lykilorðið í neðsta. Smellið síðan á Continue
Eftir að þið smellið á Continue munu fleiri valmöguleikar bætast við. Veljið þar IMAP (remote folders)
Helsti munurinn á milli IMAP og POP3 er eftirfarandi:
- IMAP sækir póstinn af vefþjóninum og heldur öllum pósti þar. Með þessu er hægt að nota mörg tæki til að skoða og sækja póstinn.
- POP3 sækir póstinn af vefþjóninum og eyðir honum síðan þaðan. Með þessu verður póstur bara geymdur á einu tæki þegar að hann er sóttur.
Við mælum eindregið með IMAP til að pósturinn eyðist ekki út úr pósthólfinu. Smellið á Done þegar að þið eruð búin að velja.
Næst mun Thunderbird biðja um að vera default client fyrir E-Mail, Newsgroups og Feeds. Veljið þá valmöguleika sem þið viljið og smellið á Set as Default. Ef þið viljið ekki hafa Thunderbird sem default á þessum atriðum í tölvunni eða ef þið eruð óviss með valið, veljið Skip Integration.
Þegar að þetta er búið mun Thunderbird sækja póstinn úr pósthólfinu ykkar.