fbpx
is
Menu

Teams

20. September 2020

tolvuthjonusta á Teams – Nemendur

Hvernig get ég unnið í fjarnámi?

Fyrsta sem þú þarft að hafa er aðgangur að tölvu­kerfi skólans, þá hefurðu jafn­framt aðgang að Teams ásamt Office og tölvu­kerfi skólans.

Til þess þarftu að nota skóla­net­fangið þitt og not­end­a­nafn. Ef þú veist það ekki nú þegar þá er besta leiðin að fara inn á www.lykilord.tskoli.is Þar er sett inn per­sónu­lega net­fangið þitt (t.d. gmail eða live email, það sem er skráð í Innu sem per­sónu­legur tölvu­póstur) og svo ýtt á senda hnappinn. Þá færðu sendan póst á per­sónu­lega tölvu­póstinn þinn með not­end­a­nafninu þínu og skóla­net­fangi og þarft að end­ur­setja lyk­ilorðið þitt.

ATH það tekur um 2 klst. fyrir lykilorðið að byrja að virka.

Næsta skref er að fara í tölvu­póstinn á skóla­net­fanginu þínu. Besta leiðin er að fara á tskoli.is, neðst á síðunni er takki sem heitir Vef­póstur. Í tölvu­póst­inum ætti núna að vera tals­vert af pósti og þar er póstur sem býður þér að koma í áfangana þína í Teams umhverfinu.

 

Hvernig á breyta persónuupplýsingum á Innu og endursetja lykilorð i skólakerfinu

Hvað er Microsoft Teams?

Microsoft Teams er það forrit sem Tækni­skólinn notar til að kenna í fjar­námi og því afar mik­il­vægt að fylgjast vel með þar. Inna verður samt aðalupp­lýs­ingaleið kennara til nem­enda, þar munu kenn­arar setja inn verk­efni áfram. Í raun allt sem var áður gert í Innu heldur sér og má horfa á Teams bara sem viðbót – leið fyrir kennara að hafa bein sam­skipti við nem­endur sem eru heima.

Næsta skref er að læra aðeins á hvernig Teams virkar og þá er best að fara inn á tskoli.is/tolvuthjonusta/ms-teams/ og horfa á þau mynd­bönd sem eru þar. Þetta eru stutt mynd­bönd og fara ágæt­lega yfir byrj­un­ar­atriðin í hvernig Teams virkar.

Einnig er tölvu­deildin með nokkuð ítar­legar leiðbein­ingar á https://tskoli.is/nethjalp/ Þar má finna flestar leiðbein­ingar um vandamál og svör við algengum spurn­ingum. Endi­lega byrjið á því að fara þangað ef það eru spurn­ingar eða vandamál en svo má senda okkur tölvu­póst á [email protected] ef það eru vandamál sem þið teljið ykkur ekki geta leyst.

Hvernig á að setja upp Microsoft Teams