Um jafnrétti fyrir alla
Kennararnir Berglind og Kristín sögðu frá ferðinni og verkefninu
Við áttum frábæra viku í byrjun mars í Frankfurt með fimm fyrirmyndar nemendum sem hafa staðið sig ótrúlega vel og verið Tækniskólanum og okkur til sóma.
Verkefnið sem við tökum þátt í og stýrum, fjallar um jafnrétti fyrir alla og eru Þjóðverjar, Tyrkir og Pólverjar einnig á meðal þátttakenda. Fyrir heimsóknina til Frankfurt voru nemendur búnir að kynna sér stöðu minnihlutahópa, innflytjenda og flóttamanna á Íslandi. Nemendur komu síðan saman og kynntu niðurstöður sínar ásamt því að kynna, land, höfuðborg og skólann sinn. Fyrir áhugasama má hér sjá vefsíðu verkefnisins.
Við erum búin að upplifa ótal margt t.d. Heidelberg, þingið í Frankfurt þar sem forseti alþingis tók á móti okkur, trúarsamband Michelstadt þar sem margir ólíkir trúarhópar koma saman, Gyðingasafnið í Frankfurt og margt fleira.
Öll vorum við sammála um það að þessi ferð og verkefnið hafi verið ótrúlega vel lukkað og fórum við öll heim með dýrmæta reynslu og minningar í farteskinu.