Starfsnám á Erasmus+ styrk í Hollandi
Starfsnám Birgis er hjá Mio Sieraden gull- og silfursmíðaverkstæði sem er vel staðsett í Amsterdam. Námið og vinnan fer fram á verkstæðinu og í versluninni undir umsjón gullsmíðameistara. Hann fær að fást við margs konar viðgerðir með ýmsum málmum og gimsteinum og einnig vinna að mörgum verkefnum að beiðni viðskiptavina.
Birgir Freyr er ánægður með þetta tækifæri til starfsnáms í Hollandi og sendi okkur meðfylgjandi myndir af verkum sínum, verkstæðinu og frá Amsterdam. Með Erasmus+ styrk fara á hverju ári nemendur og starfsfólk í alþjóðleg verkefni, erlendar heimsóknir, starfsnám og skiptinám á vegum Tækniskólans.