Menu

Nemendur

Myndasaga

Ásþór Björnsson og Hannes Árni Hannesson gerðu saman myndasögu um Gylfaginningu.

„Við höfum unnið mikið saman í allskyns verkefnum á K2, og erum gott teymi. Við vinnum báðir við að kenna krökkum forritun og höfum brennandi áhuga á forritun, sem við fáum mikið tækifæri til að eltast við innan K2.“

Goðaginning

„Verkefnið var unnið í íslenskuáfanga á K2 þar sem áhersla er lögð á bókmenntir fyrri alda: Snorra Eddu, Íslendingasögur og þess háttar. Við ákváðum að semja sögu þar sem við notuðum úrklippur úr sögum sem heita Goðheimar og blönduðum þeim saman við elstu heimild um norræna goðafræði, Gylfaginningu. Afurðin var skemmtileg útfærsla af sögu Gylfaginningu. Við vinnslu þessa verkefnis lærðum við mikið um Gylfaginningu, ásamt því að verða lagnir með myndvinnslu.“

Verkefni frá nemendum

For­rit­un­ar­keppni fram­halds­skól­anna

Glæsilegur árangur nemenda

Útskriftarsýning hársnyrtideildar

Bíómyndaþema

T-ið í TÆKNÓ

Glænýtt skólablað