Bólstrun í Skive Danmörku
Íris Ósk Hlöðversdóttir fór út á Erasmus+ styrk og sendi okkur nokkrar myndir frá dvölinni og sagði að allt hefði gengið vel og verið mjög lærdómsríkt og skemmtilegt. Fleiri nemendur Tækniskólans hafa klárað námið í húsgagnabólstrun í Danmörku og má t.d. lesa frásögn af því frá Auði og Berglindi hér.
Með Erasmus+ styrk fara á hverju ári nemendur og starfsfólk í alþjóðleg verkefni, erlendar heimsóknir, starfsnám og skiptinám á vegum Tækniskólans.