fbpx
Menu

Smáskipanámskeið
– skipstjórn
12-15 m aukning

Athugið að umsókn er ekki gild nema greiðslukort sé skráð

Verklegar lotur  – Skyldumæting
Hermir
Fjarskipti ROC
Hermir og vél 

Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja auka atvinnuréttindi sín til að starfa sem skipstjóri á smáskipum upp í allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði), enda hafi þeir áður öðlast 12m skipstjórnarskírteini eða lokið viðurkenndu smáskipaskipstjórnarnámi sem í boði var fyrir 1. september 2020.

Til viðbótar þessu námi, til að fá útgefið skírteini, þarf viðkomandi að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi.

Námskeiðið er að mestu í fjarnámi en lýkur með verklegum þáttum og prófum í Tækniskólanum á Háteigsvegi í Reykjavík (Sjómannaskólanum).

Áfangalýsing námskeiðs

Smáskipanámskeið skipstjórn 12-15 m

Námskeiðsgjald

220.000 kr.

Dagsetning

11. November 2024 - 16. May 2025

Fyrirspurnir

[email protected]

Námskeiðslýsing

Smáskip - skipstjórn 12-15m aukning

Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara réttinda, m.a. siglingareglur, stöðugleika, siglingahermi, fjarskipti (ROC skírteini) og viðhald vélbúnaðar.

Sjá nánar á námskrá.is

Námskeiðið hefst á fjarnámi og geta þátttakendur komið inn á námskeiðið á mismunandi tímum eftir að það er sett í gang. Námskeiðinu lýkur með staðlotum í verklegri þjálfun og skriflegum prófum og eru nokkrar tímasetningar í boði sem eru aðgengilegar skráðum þátttakendum.

Nánari upplýsingar

Námskeiðið samsvarar 7 eininga námi í framhaldsskóla (um fjórðungur úr önn). Því má gera ráð fyrir að um 130-170 klst fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur (og eitthvað styttri fyrir eldri nemendur). Þar af eru um 24 klst (3 dagar) í verklegri þjálfun og prófi í siglingahermi, um 15 klst (2 dagar) í verklegri þjálfun og prófi í fjarskiptum (ROC) og um 6 klst (1 dagur) í verklegri þjálfun og prófi í viðhaldi og umhirðu vélbúnaðar í skipum.

Gjaldfært er af greiðslukortum viku áður en námskeið hefst.

Námskeiðsgjöld eru óafturkræf nema forföll séu tilkynnt með a.m.k. þriggja sólahringa fyrirvara (virkir dagar) á [email protected]

Skráningargjald fæst ekki endurgreitt.

Gjaldskrá Endurmenntunarskólans

Til að fá prófskírteini að loknu námskeiði þurfa þátttakendur að standast alla þætti námskeiðsins, hvort sem það eru bókleg próf eða verkleg þjálfun.

Námskeið Endurmenntunarskólans eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga.

Nemendur þurfa að útvega sér eftirfarandi gögn og m.a. hafa með sér í próf og verklega lotu:

  • Sjókort númer 31 og 365.
  • Samsíðung eða siglingafræði-gráðuhorn.
  • Reglustriku, sirkil og almenn ritföng.
  • Reiknivél.
  • Fartölvu (eða spjaldtölvu) til að geta unnið á kennsluvef (Innu).

Sérhæfð námsgögn fást hjá IÐNÚ bókaútgáfu, Brautarholti 8, 105 Reykjavík.

Course

Related courses

Námskeið / 14. október 2024–16. maí 2025

Smáskipanámskeið – vélstjórn <15 m

Verklegar lotur – Skyldumæting Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnuskírteini til að starfa sem vélstjóri <750 kW á smáskipum allt að 15 m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði). Til viðbótar þessu námi, til að fá útgefið skírteini, þarf viðkomandi að ljúka siglingatíma og viðurkenndu öryggisfræðslunámi. Námskeiðið er að mestu í fjarnámi en til að ljúka því þarf að mæta í verklega lotu og próf í Tækniskólanum á Háteigsvegi í Reykjavík. Áfangalýsing námskeiðs:...

Námskeið / 10. september 2024 - 16. maí 2025

Smáskipanámskeið
– skipstjórn <15 m

Athugið að umsókn er ekki gild nema greiðslukort sé skráð Verklegar lotur – Skyldumæting Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnuskírteini til að starfa sem skipstjóri á smáskipum allt að 15 m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði). Til viðbótar þessu námi, til að fá útgefið skírteini, þarf viðkomandi að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi. Námskeiðið er að mestu í fjarnámi en með fjórum verklegum staðlotum og lýkur með prófum í Tækniskólanum á Háteigsvegi í Reykjavík (Sjómannaskólanum). Áfangalýsing námskeiðs:  ...

FAQ

FAQ

Er hægt að fá eitthvað metið inn í smáskipanámið?

Hægt er að óska eftir því við Endurmenntunarskólann að fyrra nám í skipstjórn og/eða vélstjórn, eftir því sem við á, verði metið á móti einhverjum af þeim námsþáttum sem eru í smáskipanáminu. Þessi ósk verður að koma fram á umsókn (eða í síðasta lagi innan við viku eftir að námskeið hefst, og þá skriflega með tölvupósti).

Hér er listi yfir mat á fyrra námi.

Enginn kostnaður fylgir mati á fyrra námi en slíkt mat leiðir ekki til lækkunar á námskeiðsgjöldum.

Þarf ég að mæta í einhverja tíma í smáskipanáminu?

Námið er kennt í fjarnámi þannig að það er ekki mæting í skólann fyrr en það kemur að verklegum lotum og prófum. Það er skyldumæting í verklegar lotur sem er í lok námskeiðs. Verklegar lotur eru í einn til fjóra daga en skráðir þátttakendur geta séð dagskrá fyrir lotur á kennsluvefnum hjá okkur.

Ég get ekki stundað námið fyrstu vikuna – er það í lagi?

Já, það er í lagi en samt sem áður þá verða þátttakendur að fara yfir allt námsefnið sem tilgreint er í dagskrá námskeiðsins.

Þarf ég að vera við tölvuna á ákveðnum tímum?

Nei, ekki í fjarnámshlutanum. Þátttakendur læra þegar þeim hentar – allt kennsluefni er klárt í upphafi námskeiðs.

Hvað þarf ég að verja miklum tíma í smáskipanámið?

Námskeiðið samsvarar 7 eininga námi í framhaldsskóla (um fjórðungur úr önn). Því má gera ráð fyrir að um 130-170 klst fari í námið samkvæmt viðmiði fyrir framhaldsskólanemendur (og eitthvað styttri fyrir eldri nemendur). Þar af eru um 45-55 klst í tengslum við verklegar lotur. Það er mjög mismunandi hvað þátttakendur þurfa langan tíma til að læra en það er komið undir hverjum og einum en við miðum við að þátttakendur komi vel þjálfaðir og undirbúnir í verklegar lotur og lokapróf. Það er nauðsynlegt fyrir þátttakendur að horfa á alla fyrirlestra og vinna öll verkefni á námskeiðinu.

Hvað af efninu inni á kennsluvefnum þarf ég að prenta út?

Það er ekki þörf á að prenta neitt út en það getur verið ágætt að hafa möguleika á að prenta út verkefni í siglingafræði, siglingareglum og stöðugleika.

Getum við verið tvö saman með sömu sjókortin á námskeiðinu?

Nei, hver þátttakandi þarf að vera með sín sjókort á námskeiðinu. Í prófum og verklegum æfingum notar hver þátttakandi sín eigin sjókort. Sama á við um gráðuhornið.

Hvað þarf ég að hafa með mér í lokaprófin í smáskipanáminu?

Það er nauðsynlegt að hafa sjókort 365 og 31, gráðuhorn, reglustriku, hringfara, reiknivél, skriffæri og strokleður. Það er mjög gott að hafa með sér aukablý í skrúfblýantinn og hringfararann.

Hvaða gögn má hafa með sér í próf í smáskipanáminu?

Þetta er útskýrt á kennsluvef í sérhverjum námsþætti en í sumum tilvikum má ekki hafa neitt meðferðis en í öðrum tilvikum má hafa tiltekin gögn.

Hvernig eru prófin í smáskipanáminu?

Það prófað úr sérhverjum námsþætti bóklega námsins. Krafa er um tilteknar lágmarkseinkunnir í hverjum þætti. Í verklegum lotum er framkvæmt mat á þekkingu, leikni og hæfni þátttakenda í samræmi við hæfnikvarða.

Hvar get ég séð einkunnir hjá mér eftir námskeiðið?

Inni á kennsluvefnum getur þú séð einkunnir úr hverjum prófþætti. Þú ferð í áfangar og velur kennslugrein og þá getur þú séð einkunnir í þeim námsþætti.

Þarf ég siglingatíma til að fá að taka þátt í smáskipanámskeiði?

Nei, það er ekki krafa um að þátttakendur þurfi siglingatíma til að geta tekið þátt í smáskipanámskeiði.

Hvað þarf ég langan siglingatíma til að geta fengið útgefið atvinnuskírteini?

Til að fá atvinnuskírteini útgefið hjá Samgöngustofu þarftu að hafa náð 18 ára aldri og með 12 mánaða siglingatíma (hver dagur á sjó reiknast sem 1,5 dagur þannig að 8 mánaða siglingartími uppfyllir þau skilyrði).

Ég er búinn að vera á trillu í mörg ár en siglingatíminn var ekki lögskráður. Hvernig get ég fengið þann siglingatíma metinn?

Ef þú er með siglingatíma á trillur sem er ekki í lögskráningarkerfinu hjá Samgöngustofu þá getur þú lagt fram vottorð um sjóferðartíma til Samgöngustofu en sá tími þarf að vera vottaður af tveimur trúverðugum aðilum. Sjá nánar á vef Samgöngustofu.

Ég hef ekki náð að stunda námið vegna mikillar vinnu, veikinda eða mikilla anna. Get ég fengið að taka innilotuna og lokaprófið með næsta námskeiði?

Já, en greiða verður sérstaklega fyrir þá breytingu. Rétt er einnig að nefna að námskeiðsgjöld eru ekki endurgreidd í þessum tilvikum.

Hvernig sæki ég um smáskipaskírteini hjá Samgöngustofu?

Þegar þú sækir um smáskipaskírteini hjá Samgöngustofu þarft þú að skila inn til þeirra eftirfarandi gögnum: Bóklegt útskriftarskírteini frá Tækniskólanum – siglingatíma. Þú þarft einnig að skila inn læknisvottorði og passamynd. Samgöngustofa er búin að viðurkenna ákveðna lækna sem sjómannalækna. Nánari upplýsingar um þetta má sjá á heimasíðu Samgöngustofu.

Hvar gilda smáskiparéttindin sem Samgöngustofa gefur út?

Réttindin á smáskip gilda við Íslandsstrendur.

Hver er lágmarkseinkunn til að standast bókleg og verkleg próf?

Lágmarkseinkunn í prófum í smáskipanámi er 5, 6, eða 7 mismunandi eftir námsþáttum.

Hver eru skilyrði skírteinisins á smáskip?

Að hafa náð 18 ára aldri, hafa staðist bókleg próf og að hafa lokið siglingatíma. Þú þarft að vera íslenskur ríkisborgari eða með heimilisfesti á Íslandi – einnig vottorð læknis um sjón.

Ég er ekki búinn að ná 18 ára aldri – get ég samt komið á smáskipanámskeið?

Já, en þú getur ekki sótt um skírteini hjá Samgöngustofu fyrr en þú hefur náð 18 ára aldri.

Hvaða bátar teljast smáskip?

Smáskip eru skip sem eru styttri en 15 metrar að skráningarlengd.

Þarf einhver vélstjórnarréttindi á smáskip?

Það er ekki krafa um sérstök vélstjórnarréttindi á smáskip að 250 kW (335 hp) vélastærð, annars er gerð krafa um réttindi eða sérstakar heimildir. Rétt er að benda á að við erum að bjóða upp á námskeið sem veitir réttindi í vélstjórn smáskipa, sjá ofar á síðunni (fyrir skip með 750 kW vél og minni og 15 m og styttra að skráningarlengd).

Þegar ég hef lokið smáskipanámi, get ég þá tekið verklegt próf á skemmtibáta til að öðlast skemmtibátaréttindi?

Þegar smáskipanáminu er lokið þá geta þátttakendur tekið verklegt próf á skemmtibáta, annars vegar á vélbát og hins vegar á skútu.

Þarf ég að taka mér frí frá vinnu þegar ég fer í verklegu loturnar?

Já, það er skyldumæting í verklegu loturnar og þær ná yfir einn til þrjá daga. Nánari upplýsingar efnistök og dags/tímasetningar á lotum fá skráðir þátttakendur á námskeiðum.

Fæ ég námskeiðsgjöld endurgreidd ef ég kemst ekki á námskeiðið?

Já, en bara ef þú lætur okkur vita með a.m.k. þriggja daga fyrirvara (virkir dagar) í tölvupósti á [email protected]. Ef þú lætur okkur ekki vita með þessum fyrirvara eru námskeiðsgjöld ekki endurgreidd.

Er hægt að láta meta smáskipanámið upp í lengra nám?

Unnið er að breyttri uppsetningu náms í skipstjórn og vélstjórn sem hefur það m.a. að markmiði að hægt verði að meta námið að fullu upp í lengra nám í bæði skipstjórn og vélstjórn. Vonast er til hægt verði að bjóða framhaldsnám haustið 2022.

Questions

Send us a message, we will answer you as soon as possible!

  • This field is for validation purposes and should be left unchanged.